Kvistabær ehf., tók við rekstri trjáplöntuframleiðslu Garðyrkjustöðvarinnar Kvista, þann 1. mars 2021.
Trjáplöntuframleiðslan byggir á góðum grunni, sem hjónin Hólmfríður Geirsdóttir og Steinar Á. Jenssen byggðu upp frá aldarmótum, árið 2000.
Áhersla er lögð á fagmennsku við framleiðslu trjáplantnanna, þannig að gæði þeirra verði tryggð en einnig fjölbreytileika, eftir því sem tækifæri gefast.
Á Kvistabær fer ræktun fram í gróðurhúsum og á útisvæðum. Alls eru um 4.000 fm ræktunarrými í gróðurhúsum og ríflega annað eins á útisvæðum. Nýjustu gróðurhúsin voru tekin í notkun árið 2023 en þau eru um 2.000 fm og umtalsvert betur tæknilega búin en eldri gróðurhúsin, sem þó er unnið í að uppfæra.
Sumarið 2024 var sett upp ný hátækni framleiðslulína í vinnsluhúsinu sem bæði einfaldar vinnu, eykur afköst og gæði í framleiðslu og vorið 2025 verður lokið við uppsetningu á nýju rúmlega 10.000 fm útiræktunatsvæði með fulkomnu vökvunarkerfi.
Kvistabær ehf.,
Skógarmiðstöð
Lyngbraut 1, við Reykholt, 806 Selfossi
Sími: 486 8633
Netfang: kvistabaer(hja)kvistabaer.is
Framkvæmdastjóri, Aldís Björk Sigurðardóttir
Ráðgjafi, Hólmfríður Geirsdóttir