Á Kvistabæ eru einnig ræktuð hindber. Hindber eru eins holl eins og þau eru falleg og berin eru full af vítamínum og andoxunarefnum.
Hindberin eru best fersk í salatið. Út í skyrið, með kökunni, ísnum og rjómanum. Berin eru góð í eftirréttasósur. Í bökur og kökur. Og ekki síst í bústið ýmist fersk eða frosin. Eða bara ein og sér. Nú ekki má gleyma að hindberin eru afargóð í sultu og saft.
Hægt er að frysta berin, ýmist fryst þurr eða í sykurlegi, og best að þíða þau hægt eftir frystingu. Ath! Mjög gott er að setja fryst hindber í hina ýmsu boost-drykki og grænmetisþeytinga.
Hindberin okkar finnast í öllum helstu verslunum.
Hindberjaplöntuna þarf að rækta í eitt ár áður en hún fer að mynda blóm og ber. Runninn er hávaxinn 2 – 3 m á hæð. Binda þarf plöntuna upp og leggja blómgreinar á strengi. Mikil vinna er við klippingu runnans allt sumarið.
Notaðar eru býflugur til að frjóvga blómin og ýmis nytjadýr til að halda niðri meindýrum.
Tínsla berjanna er tímafrek og hvert ber viktar 5 – 10 gr. Í tínslu eru berin dregin af kjarnanum þess vegna eru þau hol að innan. Fræin liggja í miðju bersins. Berin eru viðkvæm og tínd beint í neytendapakkningar. Uppskerutími íslenskra hindberja hefst í maí/júní og tínt er daglega, jafnvel fram til loka október ár hvert.