Á Kvistabæ eru framleiddar skógarplöntur sem henta til ýmissa nota. Yndisskógar, nytjaskógar, loftslagsskógrækt, skjólbelti, við sumarhús, í heimagarða og fl.
Helstu framleiðslutegundir eru birki, stafafura, sitkagreni og sitkabastaður ásamt ösp, lerki, víði, reyni og berjarunna svo eitthvað sé nefnt.
Mikið af framleiðslunni er vegna ræktunarsamninga sem gerðir eru við viðskiptavini þó einnig sé selt utan samninga. Slíkir samningar eru oft gerðir til nokkurra ára en þó aldrei skemur en til 1 árs þar sem það er lágmarkstími framleiðslu eða sá tími sem tekur að rækta trjáplöntu til afhendingar.
Samningum vegna framleiðslu þarf að verið lokið fyrir miðjan nóvember ár hvert vegna framleiðslu á plöntum sem eru til afhendingar að hausti árið eftir og vori ári eftir það. Þessi fyrirvari er nauðsynlegur svo hægt sér að skipuleggja ræktun og panta inn ræktunarefni tímanlega. Framleiðslan sjálf hefst í febrúar/mars ár hvert.
Afhendingartími plantna er yfirleitt frá lokum apríl ár hvert og fram í vetur sama ár en fer þó nokkuð eftir veðurfari. Meirihluti afhendinga fer þó fram í lok apríl og út maí og svo aftur frá ágúst og út september.